Samdi Við gengum tvö skömmu fyrir 1940

Börn Friðriks Jónssonar líta alvarlegum augum umfjöllun Morgunblaðsins í gær þar sem dregið er í efa að faðir þeirra hafi verið höfundur lagsins Við gengum tvö.

„Við erum í senn hrygg og reið og óskum eindregið eftir því að ekki verði varpað skugga á minningu föður okkar," segja þau í yfirlýsingu vegna málsins.

„Lagið samdi hann skömmu fyrir árið 1940 og náði það þegar vinsældum á Norðurlandi í flutningi hans, við texta Valdimars Hólm Hallstað frá Húsavík. Lagið fylgdi föður okkar sem eitt af hans þekktustu dægurlögum allt til dánardags." segir í yfirlýsingunni.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert