Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem veittist að sýslumanninum á Selfossi, þar sem hann var við störf sem ákærandi, stöðvaði för hans með því að þrífa í öxl hans og brá fyrir hann fæti svo að hann hrasaði við, sæti 6 mánaða fangelsi.
Maðurinn rauf með brotinu skilorð eldri dóms þar sem hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás.