Tal um eignarnám við Þjórsá fráleitt

Jón­ína Bjart­marz, um­hverf­is­ráðherra, sagðist í umræðu á Alþingi í dag ekki fá séð hvaða sam­fé­lags­leg nauðsyn eða al­manna­hags­mun­ir liggi til grund­vall­ar því að jarðir við Þjórsá verði tekn­ar eign­ar­námi vegna fyr­ir­hugaðra virkj­ana þar. Sagði Jón­ína að ólík­legt er að sveit­ar­stjórn­ir myndu ganga gegn vilja bænda, sem eiga eign­ar­lönd við Þjórsá og því væri allt eign­ar­námstal frá­leitt og aðeins ætlað að skaða umræðuna.

Verið er að ræða um virkj­an­ir í neðri hluta Þjórsár utan dag­skrár á Alþingi að ósk Björg­vins G. Sig­urðsson­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en haann spurði ráðherra m.a. hvort það væri ekki óeðli­leg vald­bend­ing að taka eign­ar­lönd og heim­ili fólks eign­ar­námi til að greiða fyr­ir stóriðju og varla verði séð, að al­manna­hags­mun­ir krefj­ist þess að beita slíkri hörku gagn­vart ábú­end­um við Þjórsá.

Jón­ína sagði að al­mennt ættu menn að fara sér hægt við virkj­an­ir og ná yrði sátt um hvernig arðinum verði skipt milli þjóðar­inn­ar. Einnig eigi að huga sér­stak­lega vel að ann­arri land­nýt­ingu og nátt­úru­vernd og friðlýs­ing væri land­nýt­ing, sem gæti skilað arði í þjóðarbúið.

Björg­vin sagði ljóst af svör­um ráðherra, að gömlu rök­in um eign­ar­nám vegna stóriðju eigi ekki við leng­ur. Því yrði Lands­virkj­un að ná samn­ing­um við land­eig­end­ur ætli fyr­ir­tækið að fara í þess­ar virkj­an­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka