Bæjarstjóri Kópavogs hótar skaðabótamáli vegna Heiðmerkurmálsins

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, hótar skaðabótamáli á hendur Reykjavíkurborg vegna Heiðmerkurmálsins á þeim forsendum að borgin hafi ekki staðið við samkomulag sveitarfélaganna í aðdraganda framkvæmdanna.

Gunnar vitnar í samkomulagið þar sem segir að borgin skuli heimila Kópavogsbæ að leggja óhindrað og án endurgjalds vatnslögn og nauðsynlegan vegarslóða frá vatnstökusvæði Kópavogsbæjar í Vatnsendakrikum í lögsögu Kópavogs um Heiðmerkurland Reykjavíkurborgar.

Gunnar segir að Reykjavíkurborg hafi átt að veita framkvæmdaleyfi innan eins mánaðar frá beiðni þar að lútandi.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert