Riða hefur greinst í fé á bæ í Hrunamannahreppi, á svæði þar sem allt fé var skorið á árinu 2003 vegna riðuveikitilfella sem upp höfðu komið. Skorið verður niður á bænum, í annað skipti á fimm árum.
Við rannsóknir sýna sem tekin voru af sláturfé frá bænum Hrafnkelsstöðum í haust greindist riða í tveimur ám. Katrín Helga Andrésdóttir héraðsdýralæknir staðfestir þetta. Segir hún að fjöldi sýna sé tekinn í reglubundu eftirliti og rannsakaður með tilliti til riðuveiki. Hafi riðan á Hrafnkelsstöðum greinst fyrir örfáum dögum. Segir hún að þessar tvær ær hafi verið einkennalausar eins og fjárhjörðin öll.
´´anar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.