Á morgun mun smádýrahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verða opnað á nýjan leik eftir að hafa staðið tómt og lokað síðustu þrjá mánuði. Nýir íbúar hússins eru þrír landnámshanar og tíu landnámshænur auk þess sem ungar landnámshæna eru væntanlegir úr eggjum sínum um helgina. Þá munu fyrri íbúar, naggrísir og kanínur, flytja aftur inn en þau hafa dvalið í öðrum húsakynnum garðsins undanfarið og verða eflaust fegin að snúa aftur, að því er segir í tilkynningu.
Eggin eru nú í útungunarvél sem heldur á þeim hita og er með rétt rakastig fyrir eggin. Eftir 21 dag í vélinni ættu ungarnir að klekjast út úr eggjunum og það er nú um helgina. Ungar landnámshæna eru litskrúðugir en ungar helstu varphænsna Íslendinga Hvíta Ítalans eru gulir á lit.
Verið er að athuga með möguleika á innflutningi á bronskalkúnum og páfuglum sem munu þá hafa aðsetur í smádýrahúsinu ásamt núverandi íbúum.