Fimm teknir fyrir ölvunarakstur

Fimm öku­menn voru tekn­ir fyr­ir ölv­unar­akst­ur á höfuðborg­ar­svæðinu í gær og nótt en þeir voru stöðvaðir í Reykja­vík, Mos­fells­bæ, Hafnar­f­irði, Kópa­vogi og á Kjal­ar­nesi. Þetta voru fjór­ir karl­menn, þrír á þrítugs­aldri og einn á sex­tugs­aldri, og fer­tug kona.

Sá sem var tek­inn í Reykja­vík, 21 árs pilt­ur, lenti í um­ferðaró­happi á hring­torgi á Vest­ur­lands­vegi nokkru eft­ir há­degi. Bíll hans hafnaði utan veg­ar en með pilt­in­um í för voru jafn­aldri hans og 18 ára stúlka. Meiðsli allra voru tal­in minni­hátt­ar. Pilt­arn­ir hlupu af vett­vangi og út í móa en lög­reglu­menn fundu þá skömmu síðar þar sem þeir reyndu að fela sig. Ökumaður­inn hef­ur margoft áður gerst sek­ur um um­ferðarlaga­brot, að sögn lög­reglu.

Sá sem var stöðvaður í Mos­fells­bæ síðdeg­is í gær, rúm­lega fimm­tug­ur karl­maður, tók af­skipt­um lög­reglu ekki vel. Hann sinnti ekki stöðvun­ar­merkj­um og var því veitt eft­ir­för nokk­urn spöl. Lög­regl­an þurfti að lok­um að aka í veg fyr­ir bíl manns­ins til að stöðva för hans. Ökumaður­inn hef­ur lít­il­lega komið við sögu hjá lög­reglu áður.

Hinir þrír öku­menn­irn­ir voru stöðvaðir í nótt en þeir hafa all­ir gerst sek­ir um um­ferðarlaga­brot áður. Sá sem var tek­inn á Kjal­ar­nesi, 22 ára karl­maður, ók út í skurð og hlaust af því nokk­urt tjón. Hann var á stoln­um bíl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka