Hægt að fjölga tvinnbílum umtalsvert á næstu árum

Tvinnbílar eru í miklu uppáhaldi hjá umhverfissinnum enda taldir raunhæf og hagkvæm leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferðinni. Þeir framleiðendur sem hafa veðjað á smíði slíkra bifreiða hafa vart annað eftirspurn og vestanhafs hafa kvikmyndastjörnur í Kaliforníuríki reynt að ganga á undan með góðu fordæmi með því kaupa tvinnbíla.

Slíkir bílar hafa einnig verið til umræðu hér heima og fyrr í vikunni reiknaði Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, út fyrir Morgunblaðið hvernig hægt væri að draga úr losun slíkra lofttegunda frá nýjum bílum um 35 prósent, að því gefnu að tvinnbílar væru þrír fjórðu innflutningsins árið 2012.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu i dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert