Íslenskar afurðir í útrás

„Nú er búið að samþykkja að við förum til Boston og yfir til New York á einu bretti í lok mars. Síðan byrjum við í Lundúnum í júní og væntanlega í Miami í maí," segir Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforma, um samning sem gerður var í síðustu viku við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Market.

Samkvæmt honum verður þeim verslunum sem bjóða upp á íslenskar afurðir fjölgað verulega, eða úr þrjátíu í um sjötíu strax í lok mars.

Í verslunum Whole Foods er boðið upp á íslenskt skyr, osta og smjör frá Mjólkursamsölunni auk súkkulaðis frá Nóa Síríusi. Að sögn Björns Gunnarssonar, hjá vöru- og þróunarsviði MS, gætir mikillar bjartsýni hjá fyrirtækinu.

Nánar er greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert