Kennarar í Víkurskóla skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta kjör kennara

Kennarar í Víkurskóla í Reykjavík hafa samþykkt ályktun til Launanefndar sveitarfélaga, borgarstjóra Reykjavíkur, formanns menntaráðs og samninganefndar FG, en þar lýsa þeir m.a. yfir áhyggjum sínum yfir þróun kjaramála og skora sé á launanefndina að leiðrétta það misræmi sem orðið hefur í kjaramálum kennara.

Ályktunin er svohljóðandi:

„Kennarar í Víkurskóla eru áhyggjufullir yfir þróun kjaramála og telja sig sitja eftir öðrum stéttum í þeirri efnahags- og kjaraþróun sem átt hefur sér stað undanfarið í þjóðfélaginu.

Ljóst er að ekki er nema tæpt ár þangað til samningar okkar renna út og erum við uggandi um stöðu mála verði ekkert gert í þessum málum núna. Kennara munu ekki sætta sig við að verða eftirbátar annarra stétta sem vinna sambærileg störf og sjá um menntun og hafa úrslitaáhrif á velferð komandi kynslóða.

Við skorum á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta það misræmi sem orðið hefur og viljum að LN standi við ákvæði 16.1 í kjarasamningi okkar: „Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem þeir verða sammála um.““

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert