Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði við Útvarpið, að nafnlaust bréf, sem barst til ýmissa aðila nýlega, hafi valdið ómældum skaða. Hann sagði jafnframt ljóst, að bréfritara þyki ekki sérlega vænt um ákæruvaldið því þá hefði hann látið það vera.
Sigurður Tómas sagði, að þetta bréf hefði vakið athygli vegna þess að það hefði verið sent í pósti til hæstaréttardómara og í því væru árásir á dómstólinn og réttarkerfið.