Óskar eftir fundi vegna nafnlauss bréfs

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, óskaði í gær eftir fundi með dómara og verjendum sakborninga um nafnlaust bréf sem sent hefur verið mörgum sem að málinu koma, að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Segir þar að rauði þráðurinn í bréfinu sé sá, að sýknudómar og frávísanir í málinu í Hæstarétti sé hefnd dómara við réttinn gegn Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna þess að Davíð hafi beitt sér fyrir því að þeir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson voru skipaðir hæstaréttardómarar.

Blaðið segist hafa fengið staðfest að bréfið hafi verið sent til allra dómara Hæstaréttar Íslands, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Arngríms Ísbergs, dómsformanns Baugsmálsins í héraðsdómi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka