95 sóttu um styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur.
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Sverrir

95 umsóknir hafa borist um styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur, sem settur var á fót síðastliðið haust. Umsóknarfrestur rann út mánudaginn síðastliðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir ljóst að mikil umræða um loftslagsmál síðustu vikur og mánuði hafi eflt áhuga ungs vísindafólks á því að leggja umhverfismálin fyrir sig.

„Áherslurnar í hinni alþjóðlegu umræðu sýna að umhverfismál og orkumál verða ekki aðskilin. Þekkingin hér á landi er framúrskarandi og það er mikil eftirspurn eftir henni í útlöndum. Við þurfum hinsvegar að halda vöku okkar til að halda forystunni,“ er haft eftir Guðlaugi í tilkynningu um umsóknirnar.

Umhverfis- og orkurannsóknasjóðurinn var settur á fót í samstarfi Orkuveitunnar við háskólana sjö á veitusvæði fyrirtækisins. Rektorar skólanna skipa vísindaráð sjóðsins, sem endanlega tekur afstöðu til umsóknanna. Hægt var að sækja um styrki á mörgum fræðasviðum raunvísinda og hugvísinda og sérstaklega var hvatt til þverfaglegra rannsókna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert