Einn á hjóli hjá VG

Frá setningarathöfn landsfundar VG í gærkvöldi.
Frá setningarathöfn landsfundar VG í gærkvöldi. mbl.is/ÞÖK

Mikið fjöl­menni er á Lands­fundi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, sem fer fram á Grand Hót­eli í Reykja­vík um helg­ina. Í umræðum um kosn­inga­áhersl­ur í morg­un kom meðal ann­ars fram að aðeins einn þátt­tak­andi mætti á lands­fund­inn á hjóli en aðrir komu ak­andi.

Magnús Bergs­son gat þess að mik­ill bíla­floti hefði verið fyr­ir utan hót­elið og í fram­haldi spurði hann hvað marg­ir hefðu komið gang­andi á fund­inn. Varð fátt um svör. Þá spurði hann hve marg­ir hefðu tekið stræt­is­vagn og fékk sömu viðbrögð. Í ljós kom að hann var sá eini sem hafði komið hjólandi á fund­inn en nán­ast all­ir réttu upp hönd þegar hann spurði hve marg­ir hefðu komið á bíl.

„Ég held að við ætt­um nú að líta okk­ur aðeins nær og ekki aðeins tala um hlut­ina held­ur líka fram­kvæma þá,“ sagði hann og var ábend­ingu hans fagnað með dynj­andi lófa­klappi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert