Einn á hjóli hjá VG

Frá setningarathöfn landsfundar VG í gærkvöldi.
Frá setningarathöfn landsfundar VG í gærkvöldi. mbl.is/ÞÖK

Mikið fjölmenni er á Landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem fer fram á Grand Hóteli í Reykjavík um helgina. Í umræðum um kosningaáherslur í morgun kom meðal annars fram að aðeins einn þátttakandi mætti á landsfundinn á hjóli en aðrir komu akandi.

Magnús Bergsson gat þess að mikill bílafloti hefði verið fyrir utan hótelið og í framhaldi spurði hann hvað margir hefðu komið gangandi á fundinn. Varð fátt um svör. Þá spurði hann hve margir hefðu tekið strætisvagn og fékk sömu viðbrögð. Í ljós kom að hann var sá eini sem hafði komið hjólandi á fundinn en nánast allir réttu upp hönd þegar hann spurði hve margir hefðu komið á bíl.

„Ég held að við ættum nú að líta okkur aðeins nær og ekki aðeins tala um hlutina heldur líka framkvæma þá,“ sagði hann og var ábendingu hans fagnað með dynjandi lófaklappi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert