Unglingar sem hafa þurft að upplifa skilnað foreldra sinna eru líklegri en jafnaldrar þeirra til að sýna neikvæðar tilfinningar á borð við reiði og þunglyndi. Þá eru þeir líklegri til að reykja og neyta áfengis og einnig er líklegra að þeim gangi verr í skóla en öðrum unglingum.
Börn foreldra sem hafa skilið eru einnig líklegri en jafnaldrarnir til að upplifa fjölskylduátök, alvarleg rifrildi eða ofbeldi. Svo virðist sem þessi átök, sem oft fylgja skilnuðum, séu þeir þættir sem vega hvað þyngst í skýringum á vanlíðan og frávikshegðun barna. Aðskilnaður foreldranna vegur því ekki eins þungt og þau átök sem oft fylgja, við skýringar á vanlíðan og hegðun unglinga. Lesa má nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.