VG fagnar samstöðu gegn klámráðstefnu

Frá landsfundi VG, sem nú stendur yfir á Grand hóteli.
Frá landsfundi VG, sem nú stendur yfir á Grand hóteli. mbl.is/ÞÖK

Í álykt­un, sem samþykkt var á lands­fundi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs í dag, er fagnað þeirri einörðu sam­stöðu sem kom í ljós þegar klám­fram­leiðend­ur hugðust standa fyr­ir ráðstefnu á Íslandi í mars. Álykt­un­in er und­ir yf­ir­skrift­inni Frels­um ást­ina - höfn­um klámi.

Í álykt­un­inni seg­ir að samstaðan hafi verið haf­in yfir pó­lí­tíska flokka­drætti, banda­lög, vina­hópa og hug­mynda­fræðileg átök og sam­fé­lagið hafi tekið und­ir með kvenna­hreyf­ingu und­an­far­inna alda og risið upp og mót­mælt klám­væðingu af krafti.

„Órjúf­an­legt sam­hengi rík­ir milli kláms, vænd­is og ann­ars kyn­ferðisof­beld­is. Eng­inn á að þurfa að taka þátt í kyn­ferðis­leg­um at­höfn­um gegn vilja sín­um. Ein­stak­ling­ur sem starfar í klámiðnaðinum vegna neyðar­inn­ar einn­ar og/​eða gegn vilja sín­um er því beitt­ur kyn­ferðisof­beldi. Ljóst er að sú er raun­in með stór­an hluta þeirra sem starfa í klámiðnaðinum.

Klám­væðing­in hef­ur auk þess ótví­ræð nei­kvæð áhrif á sam­fé­lagið og hegðan ein­stak­linga inn­an þess. Rann­sókn­ir kynja­fræðinga hafa sýnt fram á sterkt sam­band milli neyslu kláms og of­beld­is gagn­vart kon­um og börn­um. Í kjöl­far klám­væðing­ar­inn­ar eru nauðgan­ir orðnar gróf­ari og hópnauðgan­ir al­var­legri, í fullu sam­ræmi við þróun klám­væðing­ar­inn­ar," seg­ir m.a. í álykt­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert