Fjórir sinueldar í höfuðborginni; borgarbúar hvattir til að hjálpa til

Frá sinueldi á Mýrum í fyrra. Borgarbúar eru hvattir til …
Frá sinueldi á Mýrum í fyrra. Borgarbúar eru hvattir til að slökkva í sinum ef þeir verða varir við slíkar íkveikjur. mbl.is/ Gretar Þór Sæþórsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað fjórum sinnum út í dag vegna sinuelda víða um höfuðborgarsvæðið. Í sumum tilfella höfðu íbúar náð að slökkvað eldinn með vatni eða með því að kæfa hann og segist slökkvilið ánægt með slíka framtakssemi borgarbúa og hvetur til hennar.

Þá urðu nokkrar skemmdir í húsnæði Landspítalans sem kallað er Hvítaband á Skólavörðustíg, þar sem lak frá klósetti og niður í kjallara. Annað útkall vegna vatnsleka barst svo frá Gnoðavogi í Reykjavík og urðu litlar skemmdir þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert