Hvetja Hafnfirðinga til að samþykkja stækkun álvers

Hagsmunasamtökin Hagur Hafnarfjarðar hvetja Hafnfirðinga til þess að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík og segja að verði stækkunin ekki samþykkt í kosningunum 31. mars sé afkoma fjölda fyrirtækja og einstaklinga í bænum í hættu.

Ingi B. Rútsson, formaður samtakanna, sagði á kynningarfundi í dag að þeir sem að baki þeim stæðu, fyrirtæki og einstaklingar, lifðu á álverinu og hefðu gert það í áraraðir. Í umræðunni að undanförnu hefði verið vegið að þessu fólki og það hefði ekki lengur efni á því að þegja.

Að sögn Inga veita á annað hundrað fyrirtæki í Hafnarfirði álverinu þjónustu og vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert