Búist við mikilli svifryksmengun í dag

Svifryk í Reykjavík.
Svifryk í Reykjavík. mbl.is/Brynjar Gauti

Búast má við mikilli svifryksmengun í Reykjavík í dag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á bloggsíðu sinni að undanfarna daga hafi í kortunum verið útlit fyrir dauðhægan vind suðvestanlands í dag. Göturnar séu auðar og að auki alveg skraufþurrar og í ofanálag rykugar. Um helmingur bíla sé á nöglum og mánudagsumferðin væntanlega óumflúin.

Segir Einar, að fari svo að það verði nánast logn verði veruleg svifryksmengun í dag að teljast afar líkleg. 26. nóvember sl. fór svifrykstoppurinn í um 380 míkrógrömm á rúmmetra og segir Einar að ekki kæmi á óvart, gildin slöguðu upp í það í mælingum Umhverfisstofu Reykjavíkurborgar í dag.

Bloggsíða Einars

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert