Slökkvilið og lögregla voru boðuð að húsi við Gullsmára í Kópavogi um hálfáttaleytið í kvöld, en tilkynning hafði borist til Neyðarlínunnar um að þar stigi reykur upp af svölum og var óttast að eldur væri laus í húsinu.
Í ljós kom að eldur logaði ekki annarstaðar en í útigrilli á svölunum, og engin hætta var á ferðum.