Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven

28 ára gamall Íslendingur situr í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven í Þýskalandi eftir að 5 kíló af hassi og 700 grömm af amfetamíni fundust í fórum hans. Talið er að smygla hafi átt efninu til Íslands. Frá þessu var greint í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Annar Íslendingur fékk honum eiturlyfin og fól honum að koma þeim til tengiliðs í Bremerhaven í Þýskalandi, en lögregla þar komst að því að maðurinn var eftirlýstur í Kaupmannahöfn fyrir fíkniefnasmygl, og handtók hann.

Skömmu síðar komu í ljós við leit fimm kíló af hassi og 700 grömm af amfetamíni á hótelherbergi hans. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven frá síðustu mánaðamótum, að því er segir í frétt Sjónvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert