Ljóst að svifryksmengun fer yfir hættumörk í Reykjavík

Svifryksmengun í Reykjavík fer yfir heilsuverndarmörk í dag. Milli 10 og 10:30 í morgun mældist loftmengunin 186 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásstöð. Viðmiðunarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring.

Svifryk fór í Reykjavík yfir 80 míkrógrömm á rúmmetra milli hálf níu og níu í morgun og á milli 10 og 10:30 í morgun mældist loftmengunin 186 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásstöð.

„Dagurinn verður því að öllum líkindum yfir viðmiðunarmörkum því götur eru þurrar, logn og rakastig lágt, en ég býst ekki endilega við að það verði um mjög háar tölur að ræða,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Mengunarvörnum Umhverfissviðs á heimasíðu sviðsins.

Hún bendir einnig á að undanfarið hafi bifreiðar á vegum Reykjavíkurborgar rykbundið stofnbrautir með magnesíumklóríðblöndu, en það heldur götunum rökum og dregur þannig úr svifryksmengun í andrúmslofti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert