Ofsaakstur ungra ökumanna

Frá Ártúnsbrekku
Frá Ártúnsbrekku

Sex­tíu og níu öku­menn voru tekn­ir fyr­ir hraðakst­ur víðsveg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu um helg­ina. Þetta voru aðallega karl­menn og sem fyrr eru ung­ir pilt­ar áber­andi í hópn­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Sautján ára strák­ur var stöðvaður á Reykja­nes­braut á móts við Bú­staðaveg. Bíll hans mæld­ist á 121 km hraða en leyfður há­marks­hraði er 70. Fyr­ir vikið má strák­ur­inn, sem fékk bíl­próf í síðasta mánuði, bú­ast við 75 þúsund króna sekt og svipt­ingu öku­leyf­is í einn mánuð.

Jafn­aldri hans, sem var tek­inn á Kringlu­mýr­ar­braut á 133 km hraða, má reikna með sömu refs­ingu. Sautján ára pilt­ur var tek­inn á Breiðholts­braut á 112 km hraða og tveir jafn­ald­ar hans voru stöðvaðir í Ártúns­brekku. Ann­ar var á 119 en hinn á 124. Hraðakst­ur er þekkt vanda­mál í Ártúns­brekku og því boðar lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hert eft­ir­lit þar sem og ann­ars staðar í um­dæm­inu.

Átján ára pilt­ar voru tekn­ir fyr­ir hraðakst­ur á Vest­ur­lands­vegi, Kringlu­mýr­ar­braut og Hafn­ar­fjarðar­vegi svo dæmi séu tek­in. Þeir óku á 122, 128 og 130 km hraða. Tutt­ugu og tveggja ára pilt­ur var líka stöðvaður á Hafn­ar­fjarðar­vegi en bíll hans mæld­ist á 130 km hraða. Eldri og reynd­ari öku­menn voru held­ur ekki til neinn­ar fyr­ir­mynd­ar en karl­maður á fimm­tugs­aldri var stöðvaður í útjaðri Hafn­ar­fjarðar. Sá ók á 135 km hraða.

Grófasta um­ferðarlaga­brotið var hins veg­ar framið á Hring­braut í Reykja­vík þar sem leyfður há­marks­hraði er 50. Þar mæld­ist 23 ára bif­hjóla­maður á 133 km hraða. Hann var færður á lög­reglu­stöð og svipt­ur öku­leyfi.

Lög­regl­an var líka við hraðamæl­ing­ar í íbúðargöt­um og stöðvaði t.d. marga öku­menn í Hamra­hlíð en þar óku nokkr­ir á tvö­föld­um leyfi­leg­um há­marks­hraða. Ökumaður var stöðvaður fyr­ir sömu sak­ir í Hraun­bæ en í þokka­bót var viðkom­andi sömu­leiðis að tala í síma und­ir stýri án þess að vera með hand­frjáls­an búnað, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert