„Sprenging" í veggjakroti í vetur

mbl.is/Guðmundur Rúnar

eftir Egil Ólafsson

egol@mbl.is

"ÞAÐ er eins og það hafi orðið sprenging í þessu í vetur. Við erum núna með þrjá menn sem gera ekki annað en fara hringinn og hreinsa þessi undirgöng. Þeir hafa varla undan," segir Sigurður Geirsson, yfirverkstjóri hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, um baráttu borgarinnar við veggjakrot.

Í rúm tvö ár hafa menn á vegum borgarinnar farið daglega yfir öll undirgöng í borginni, en þau eru 23 talsins, og hreinsað veggjakrot. Sigurður segir að fyrstu mánuðirnir hafi farið í að ná tökum á vandamálinu. Um tíma voru tveir menn í þessu, en Sigurður segir að þegar best lét hafi verið nægilegt að einn maður sinnti þessari vinnu. Hann segir að menn hafi þá talið að mál væru að komast í gott horf, en í vetur hafi allt farið á verri veg. Nú séu þrír menn alla daga í því að þrífa undirgöng og komist þeir varla yfir öll göngin á einum degi.

Nánar er fjallað um veggjakrot í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert