Tannlækningar í heimahúsi?

Davíð Gill Jónsson
Davíð Gill Jónsson

"ÉG vaknaði bara um morguninn við að það var hringt í mig og ég spurður hvort ég byði upp á tannlæknaaðgerðir á lágu verði," segir 21 árs Reykvíkingur, Davíð Gill Jónsson. E.t.v. skýrir það af hverju sími Davíðs hringdi viðstöðulaust út daginn að hann varð einmitt 21 árs þennan tiltekna laugardag.

Í tilefni dagsins höfðu félagar Davíðs keypt auglýsingu í Blaðinu þar sem fram kom að hann framkvæmdi einfaldar tannlæknaaðgerðir heima hjá foreldrum sínum, þrátt fyrir að hafa ekki tannlæknapróf en skv. auglýsingunni átti hann að vera vel lesinn af Netinu. Verðskrá Davíðs þótti afar „sanngjörn" en hún átti að vera þriðjungi lægri en hjá „viðurkenndum" tannlæknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka