Vegir raski ekki landslagi í Vatnajökulsþjóðgarði

Fyrirhugaður Vatnajökulsþjóðgarður verður í endanlegri mynd langstærsti þjóðgarður Evrópu
Fyrirhugaður Vatnajökulsþjóðgarður verður í endanlegri mynd langstærsti þjóðgarður Evrópu mbl.is/Rax

Aðalatriðið er að vegagerð í fyrirhuguðum Vatnajökulsþjóðgarði falli vel að landslaginu, að mati Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Hún kveðst ekki hafa tekið undir hugmyndir um að raska landslagi með því að leggja upphækkaða vegi eða hraðbrautir á hálendinu.

Ráðgjafarnefnd um Vatnajökulsþjóðgarð telur æskilegt að vegir innan garðsins, nánar skilgreindir í skýrslu nefndarinnar, verði lagðir bundnu slitlagi. Þá tekur nefndin undir tillögur um að leggja uppbyggða vegi, a.m.k. frá Kárahnjúkavegi um Snæfellsleið að Brúarjökli og frá Hrauneyjum í Jökulheima.

Jónína minnir á að hún hafi lýst sig andvíga því að leggja malbikaðan upphækkaðan veg yfir hálendið, m.a. vegna þess að veglínan ætti að skera Guðlaugstungur. Sama gildi um Vatnajökulsþjóðgarð. Vegir þar eigi ekki að raska landslaginu. Hún segir að hugmyndir um malbikun vega innan þjóðgarðsins séu álitaefni sem tekið verði á í verndaráætlun hans. "Þarna er um að ræða hugmyndir sem komu fram og þeirra finnur stað í greinargerð með frumvarpinu en eru ekki hluti af því," segir Jónína

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert