Stjórn Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) fagnar niðurstöðu stjórnar Bændasamtakanna að synja aðstandendum fyrirhugaðrar klámráðstefnu, sem vera átti í mars, um gistingu á hóteli samtakanna. Það sé hvatning til annarra fyrirtækja og stofnana, einstaklinga og félagasamtaka, að stuðla með störfum sínum að aukinni mannhelgi og siðviti í íslensku þjóðlífi.
Ályktun þessa efnis var samþykkt af stjórninni. ÆSKÞ eru frjáls félagasamtök innan Þjóðkirkjunnar sem vinna að forvarnar- og æskulýðsmálum.