Von er á um 60 þúsund farþegum af að minnsta kosti 75 skemmtiferðaskipum sem munu eiga viðkomu í Reykjavíkurhöfn nk. sumar. Undanfarin ár hefur komum slíkra skipa fjölgað stöðugt. Í fyrra komu 74 skip en þegar hafa 75 skip bókað komu sína og má búast við að einhver bætist í hópinn næstu vikur og mánuði. Það stefnir því í enn eitt metið í þessum efnum.
Fyrsta skipið kemur 26. maí nk. og það síðasta í lok september.
Fyrsta skipið, sem kemur hér við í jómfrúarferð sinni á leið til Grænlands, heitir MS Fram.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.