Bíða ekki boðanna heldur handtaka fólk

mbl.is/Júlíus
eft­ir Rún­ar Pálma­son

run­arp@mbl.is

HJÁ sýslu­mann­in­um í Reykja­vík liggja fyr­ir nokk­ur þúsund kröf­ur um fjár­nám sem ekki hef­ur tek­ist að ljúka þar sem fólk huns­ar boðanir sýslu­manns. Sýslu­mann­in­um finnst for­töl­ur nú full­reynd­ar og í sér­stöku átaki sem mun standa yfir næstu daga munu ein­kennisklædd­ir lög­reglu­menn hand­taka fólk sem hef­ur ekki sinnt boðunum, hvar og hvenær sem í það næst. Á miðviku­dag og fimmtu­dag verður opið hjá sýslu­manni til klukk­an 22 svo að hægt verði að koma með þá sem ekki næst í á vinnu­tíma og þá daga set­ur lög­regla stór­auk­inn mann­skap í átakið.

Þeir sem hvað erfiðast geng­ur að ná í til að hægt sé að gera hjá þeim fjár­nám beita ýms­um aðferðum; svara ekki sím­töl­um, hunsa boðanir sem eru af­hent­ar af stefnu­vott­um sem margít­rekuð sendi­bréf og viti þeir af starfs­mönn­um sýslu­manns fyr­ir utan neita þeir ein­fald­lega að opna fyr­ir þeim.

Á list­an­um sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu fékk í hend­urn­ar í fyrstu at­rennu eru um 120 nöfn og er lík­lega óhætt að segja að á hon­um sé svört­ustu sauðina að finna. Í sum­um til­fell­um er alls ekk­ert vitað um dval­arstað viðkom­andi og því hef­ur ekki tek­ist að koma til þeirra boðun.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert