Götur í Reykjavík rykbundnar

Úða á bindiefni á götur borgarinnar í vetur til að …
Úða á bindiefni á götur borgarinnar í vetur til að minnka svifryk Bryngjar Gauti

Á veg­um Fram­kvæmda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar er unnið áfram að ryk­bind­ingu á helstu um­ferðaræðum borg­ar­inn­ar. Sér­stakri salt­blöndu, sem inni­held­ur magnesíum­klóríð, er úðað á göt­urn­ar en hún dreg­ur úr svifryks­mynd­un með því móti að göt­urn­ar hald­ast leng­ur rak­ar og einnig nær saltið að binda rykið eft­ir að bland­an þorn­ar. Bland­an frýs ekki fyrr en við mín­us 20 gráður og því hverf­andi hætta á hálku­mynd­un vegna þess­ara aðgerða.

Að sögn Guðna J.Hann­es­son­ar, verk­stjóra hjá Fram­kvæmda­sviði lofa þess­ar til­raun­ir góðu og virðist ryk­bind­ing­in slá veru­lega á ryk­mynd­un. Frá því klukk­an þrjú í nótt og fram eft­ir degi var úðað á meg­in­stofn­braut­ir: Frá gatna­mót­um Vest­ur­lands­veg­ar og Suður­lands­veg­ar, Miklu­braut og Hring­braut að Mela­torgi; Kringlu­mýr­ar­braut frá Kópa­vogi að Sæ­braut; síðan Sæ­braut, Reykja­nes­braut að Breiðholts­braut, Stekkj­ar­bakki og Höfðabakki, frá Bæj­ar­hálsi og upp í Breiðholt. Nú síðdeg­is verður einnig farið um helstu göt­ur í Breiðholti, einkum strætó­leiðir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fram­kvæmda­sviði Reykja­vík­ur.

Nær 40 þúsund lítr­um af magnesíum­klóríðblönd­unni var úðað á göt­ur borg­ar­inn­ar í dag og akst­urs­leiðin sem lögð var að baki er um 350 km.

Aðfar­arnótt miðviku­dags verður áfram úðað og fyr­ir­hugað er að úða á Bú­staðaveg, Suður­lands­braut, Grens­ás­veg, Háa­leit­is­braut og Löngu­hlíð, svo helstu göt­ur séu nefnd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka