Ökumenn hægja á í umferðinni

Lögreglumaður við hraðamælingar.
Lögreglumaður við hraðamælingar. Morgunblaðið/ Kristinn

Fjöru­tíu og einn ökumaður var tek­inn fyr­ir hraðakst­ur á síðasta sól­ar­hring á höfuðborg­ar­svæðinu en akst­ur þeirra var þó ekk­ert í lík­ingu við það sem sást um helg­ina. Gróf­ustu brot­in voru fram­in á Sæ­braut en þar voru fjór­ir öku­menn tekn­ir á yfir 100 km hraða.

Einn þeirra á yfir höfði sér öku­leyf­is­svipt­ingu í einn mánuð og 75 þúsund króna sekt. Hinir þrír mega bú­ast við 60 þúsund króna sekt hver. Tveir öku­menn, karl­maður og kona á miðjum aldri, voru tekn­ir fyr­ir ölv­unar­akst­ur í gær.

Þrett­án um­ferðaró­höpp voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í gær. Það er með allra minnsta móti enda gekk um­ferðin al­veg bæri­lega fyr­ir sig með ör­fá­um und­an­tekn­ing­um.

Bíll hafnaði á ljósastaur í Löngu­hlíð í gær­morg­un og var ökumaður­inn, karl­maður á fimm­tugs­aldri, flutt­ur á slysa­deild.

Í há­deg­inu var keyrt á tæp­lega þrítuga konu á Sund­laug­ar­vegi. Hún kenndi sér ekki meins fyrr en nokkru eft­ir óhappið og fór þá sjálf á slysa­deild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka