Samið um velferðarþjónustu fyrir starfsmenn Alcoa Fjarðaáls

Frá byggingu Fjarðaáls á Reyðarfirði
Frá byggingu Fjarðaáls á Reyðarfirði mbl.is/Steinunn

Alcoa Fjarðaál og ráðgjafarfyrirtækið InPro kynntu í dag samning um velferðarþjónustu fyrir starfsmenn álversins og fjölskyldur þeirra. Samningnum er m.a. ætlað að stuðla að bættum lífsgæðum starfsmanna, hjálpa þeim að takast á við áföll og erfiðleika, auka öryggi þeirra og takmarka fjarvistir frá vinnu eins og kostur er.

Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, segir í fyrirtækinu, fyrirtækinu umhugað um velferð starfsmanna sinna.

„Alcoa Fjarðaál vill vera fyrirmyndarfyrirtæki, hvort sem það snertir framleiðslu, umhverfi, samfélag eða starfsfólk. Við leggjum kapp á að gera vel á öllum sviðum. Samningurinn við InPro er liður í að uppfylla þau gildi sem Alcoa starfar eftir,” segir Steinþór.

Vigdís Jónsdóttir hjá InPro segist ekki vita til þess að fyrirtæki hér á landi hafi boðið starfsmönnum sínum upp á svo heildstæða velferðarþjónustu sem hér um ræðir. Hún segir þjónustuna einnig sérstaka að því leyti, að starfsmenn sem noti hana geri það í fullum trúnaði, þ.e. án þess að vinnuveitandinn viti hvaða þátt hennar viðkomandi starfsmaður notar hverju sinni.

Að sögn Vigdísar gerir trúnaðarákvæðið starfsmönnum mun auðveldara að nota þjónustuna. Allar upplýsingar um starfsmenn eru meðhöndlaðar í samræmi við ákvæði íslenskra persónuverndarlaga og siðareglur allra fagstétta á þessu sviði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert