Þriggja ára stúlka flutt af slysadeild á verkstæði slökkviliðsins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lenti í heldur óvenjulegu útkalli í gær, en það var kallað að slysadeild vegna þriggja ára stúlku sem hafði fest fingur í öryggisbeltissylgju. Þar var ákveðið að flytja stúlkuna á verkstæði slökkviliðsins í Skógarhlíð þar sem betri tæki voru til að losa fingurinn.

Til stóð að saga í sundur sylgjuna, en meðan beðið var eftir mönnum með sérþekkingu tókst að losa fingurinn með lásaolíu.

Stúlkan er sögð hafa tekið ævintýrinu hið besta og varð ekki meint af, það mun hins vegar ekki vera algengt að fólk sé flutt af slysadeild á verkstæði slökkviliðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka