Eyddi 300 þúsund kr. á þrem vikum

Heim­il­is­faðir í Reykja­vík varð illi­lega fyr­ir barðinu á grófri fjár­svik­a­starf­semi í þess­um mánuði þegar af­greiðslu­manni í sölut­urni tókst að taka niður núm­er greiðslu­korts hans og mis­nota upp­lýs­ing­arn­ar í eig­in þágu.

Eig­andi korts­ins hafði notað það til að kaupa stræt­is­vagnamiðakort í sölut­urni síðla í janú­ar en í kjöl­farið fóru margít­rekaðar grun­sam­leg­ar færsl­ur á kortið að vekja at­hygli hjá Visa Ísland sem hafði sam­band við korta­eig­and­ann og var kort­inu lokað í fram­hald­inu. Á einu greiðslu­korta­tíma­bili hafði svik­ar­an­um þá tek­ist að eyða um 300 þúsund krón­um með korta­upp­lýs­ing­un­um svo reikn­ing­ur­inn varð ríf­lega 400 þúsund krón­ur, þar átti korta­eig­and­inn ekki nema fjórðung. Svik­ar­inn hafði komið víða við, spilað póker á Net­inu með kort­inu, keypt sér klám og fleira.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert