Fasteignasalar vilja að Íbúðalánasjóður verði heildsölubanki

Aðalfundur Félags fasteignasala skorar á stjórnvöld og alþingismenn að leggja fram frumvarp varðandi framtíð Íbúðalánasjóðs og afgreiða það fyrir þinglok með þeim hætti að rennt verði styrkum stoðum undir starfsemi hans og honum verði gert kleift að starfa  áfram á íbúðalánamarkaði í formi heildsölubanka í ljósi þess að ríkisábyrgð verður felld niður. Húsnæðismál eru ein af hornsteinum þjóðfélagsins og við viljum ekki sjá að hálfrar aldar starfsemi fari forgörðum í pólitísku ölduróti.

Þetta kemur fram í áskorun aðalfundar félagsins.

„Íbúðalánasjóður áður Húsnæðisstofnun ríkisins hefur veitt lán á íbúðamarkaði frá árinu 1955 en gera þarf sjóðnum kleift að þjóna þessum markaði eins og hann hefur gert óháð búsetu og félagslegri stöðu," að því er segir ennfremur í áskoruninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert