Fjarlægðu fljótandi nikótín

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fjarlægði eiturefni úr húsi í Dýrafirði í gær. Eigandi hússins hafði verið að taka til á háalofti þegar hann rakst á tvo brúsa sem innhéldu fljótandi nikótín. Hafði hann samband við lögreglu sem kom boðum á slökkvilið, að því er segir í frétt á Bæjarins besta.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem slökkvilið Ísafjarðarbæjar fékk um efnið er það mjög hættulegt við innöndun og snertingu á húð. Var því efnið sótt og því komið til aðila sem eyðir því á öruggan hátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert