Gjöld innifalin hjá Icelandair

Vefur Icelandair.
Vefur Icelandair.

Leit­ar­vél Icelanda­ir hef­ur verið breytt þannig að nú sést heild­ar­verð flug­ferðar­inn­ar frá upp­hafi bók­un­ar­ferl­is­ins, þ.e. að meðtöld­um skött­um og gjöld­um. Sami hátt­ur er á bók­un­ar­vél Brit­ish Airways en hjá Ice­land Express kem­ur heild­ar­verðið ekki fram fyrr en á öðru stigi bók­un­ar­inn­ar.

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, sagði að breyt­ing­in hefði verið gerð í fram­haldi af umræðu í út­lönd­um um hvernig ætti að greina frá skött­um og gjöld­um sem leggj­ast á flug­ferðir og ný­leg­um til­mæl­um frá neyt­enda­stofu og tals­manni neyt­enda um þetta efni. Aðspurður sagði hann að í aug­lýs­ing­um Icelanda­ir hefði heild­ar­verðið alltaf komið fram og eina breyt­ing­in, sem nú væri gerð, lyti að bók­un­ar­vél­inni.

Talsmaður Brit­ish Airways á Íslandi, Bolli R. Val­g­arðsson, sagði að heild­ar­verð flug­ferða hefði verið til­greint á vef fé­lags­ins frá því það hóf að selja flug­ferðir til og frá Íslandi.

Á öðru stigi hjá Ice­land Express

Matth­ías Ims­land, fram­kvæmda­stjóri Ice­land Express, sagði þetta sam­ræm­ast til­mæl­um tals­manns neyt­enda og sagði enn­frem­ur að í öll­um aug­lýs­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins væri heild­ar­verðið til­greint. "Eini staður­inn þar sem þetta er aðskilið er í bók­un­ar­vél­inni," sagði hann. Ekki hefði verið rætt um að breyta því.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert