Heimili og skóli lýsa yfir áhyggjum af viðræðuslitum kennara og launanefndar

Á fundi stjórn­ar Heim­il­is og skóla – lands­sam­taka for­eldra sem hald­inn var föstu­dag­inn 23. fe­brú­ar 2007 var eft­ir­far­andi álykt­un samþykkt.

„Heim­ili og skóli – lands­sam­tök for­eldra lýsa áhyggj­um sín­um yfir því að Launa­nefnd sveit­ar­fé­laga og Fé­lag grunn­skóla­kenn­ara hafa slitið viðræðum um fram­kvæmd end­ur­skoðun­ar­á­kvæðis í samn­ing­um aðila frá nóv­em­ber 2004. Á sama tíma og stjórn­in lýs­ir von­brigðum sín­um með að tím­inn frá und­ir­skrift samn­ings hafi ekki verið nýtt­ur bet­ur tel­ur hún fulltreynt að hægt verði að ná fram raun­veru­leg­um kjara­bót­um í nú­ver­andi samn­ings­kerfi.

Á sama tíma og sátt meðal aðila virðist ekki inn­an seil­ing­ar ber­ast upp­lýs­ing­ar frá Hag­stof­unni um að brott­hvarf rétt­inda­kenn­ara frá störf­um hafi aldrei mælst hærra. Þessi staða ógn­ar ekki ein­ung­is starfs­frið inn­an skól­ans held­ur einnig skipu­lagn­ingu næsta skóla­árs.

For­eldr­ar hafa mikl­ar áhyggj­ur af því að skóla­hald kunni að rask­ast á næstu mánuðum nái aðilar ekki sam­an um raun­veru­leg­ar kjara­bæt­ur til kenn­ara. Kenn­ar­ar eru kjöl­festa skóla­starfs og for­eldr­ar gera til þeirra rík­ar fag­leg­ar kröf­ur. Að sama skapi þarf að tryggja að laun séu í sam­ræmi við mennt­un og þá ábyrgð og vinnu­álag sem starf­inu fylg­ir.

Skól­inn er líka mik­il­væg kjöl­festa í lífi hvers barns og  börn­in okk­ar eiga skil­yrðis­laus­an rétt til náms. Fyr­ir ein­ung­is tveim­ur árum voru 45 þúsund börn svipt rétti sín­um til náms í rúm­ar sjö vik­ur. Slík staða má aldrei aft­ur koma upp og for­eldr­ar treysta því að samn­ingsaðilar leiti, á næstu vik­um, allra leiða til að tryggja lausn."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert