Minna svifryk vegna rykbindingar

Svifryksmengun í Reykjavík
Svifryksmengun í Reykjavík mbl.is/Júlíus

Svifryks­meng­un í dag verður lík­lega und­ir mörk­um m.a. vegna ryk­bind­ing­ar helstu um­ferðargatna í Reykja­vík, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá um­hverf­is­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Svifryks­meng­un í Reykja­vík var rétt und­ir heilsu­vernd­ar­mörk­um í gær: 46.2 míkró­grömm á rúm­metra (µg/​m3) við mælistöðina við Grens­ás­veg og 22.4 µg/​m3 í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum.

Í dag eru í raun ekta aðstæður fyr­ir svifryks­mynd­un, það er kalt og logn. Styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs (NO2) var hár milli átta og níu í morg­un eða 108.9 míkró­grömm á rúm­metra en heilsu­vernd­ar­mörk­in eru 110 µg/​m3 á klukku­stund. Svifryks­gild­in voru á sama tíma 30.7 míkró­grömm á rúm­metra en heilsu­vernd­ar­mörk­in eru 50 µg/​m3. (Ekki eru til heilsu­vernd­ar­mörk fyr­ir svifryk á klukku­stund).

Starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar hafa unnið stíft við að ryk­binda stofn­braut­ir með magnesíum­klóríðblöndu sem held­ur göt­un­um rök­um og dreg­ur úr svifryks­meng­un í and­rúms­lofti. Rann­sókn­ir í Stokk­hólmi hafa leitt í ljós að þessi aðferð geti dregið tíma­bundið úr svifryks­meng­un við um­ferðargöt­ur í and­rúms­lofti um 35%. Anna Rósa Böðvars­dótt­ir heil­brigðis­full­trúi hjá meng­un­ar­vör­um Um­hverf­is­sviðs spá­ir því að dag­ur­inn í dag verði und­ir heilsu­vernd­ar­mörk­um en að brugðið geti til beggja vona.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert