helgi@mbl.is
Austur-Eyjafjöll | „Okkur rennur til rifja að sjá þetta fallega hús sem er orðið menningarverðmæti, grotna svona niður," segir Margrét Tryggvadóttir, forystumaður í Leikfélagi Rangæinga. Félagið verður með leiksýningu í félagsheimilinu Dagsbrún í Skarðshlíð undir Austur-Eyjafjöllum nk. laugardag til styrktar endurbyggingu hússins.
Dagsbrún stendur við Hringveginn undir Austur-Eyjafjöllum. Þetta litla félagsheimili hefur vakið athygli ferðafólks fyrir sérstætt útlit, meðal annars vegna fallegs skrauts á göflunum og bogadreginna glugga. Þá stendur húsið undir fallegri hlíð og á sér merka sögu í félagslífi sveitarinnar. Undanfarin ár hefur það hins vegar verið að grotna niður, með neglt fyrir glugga, og vakið athygli á þeim forsendum.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.