Víða hálka á heiðum

Frá Holtavörðuheiði
Frá Holtavörðuheiði mbl.is/Rax

Það er greiðfært á Suður- og Suðausturlandi. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og víðar. Á Vestfjörðum er nokkur hálka, einkum á heiðum og hálsum en víða autt á láglendi. Það éljar á Norðurlandi og þar er því víða snjóþekja eða einhver hálka.

Á Austurlandi eru víða hálkublettir en þó hálka á stöku vegum, einkum á heiðum. Vegna bilunar og viðgerða á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði, er hámarkshraði þar lækkaður niður í 30 km og eru ökumenn beðnir að gæta mikillar varúðar þegar ekið er yfir. Sérstaklega er áríðandi að stjórnendur þungra ökutækja sýni fyllstu aðgát.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert