Harður árekstur á Akureyri

Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn sjást hér að störfum á vettvangi slyssins …
Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn sjást hér að störfum á vettvangi slyssins í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Harður árekstur varð á gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstræti um klukkan 14 í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var einn fluttur slasaður á sjúkrahús, en sjúkraflutningamenn þurftu að beita klippum til þess að ná þeim slasaða úr bifreiðinni. Lögreglumenn eru enn á vettvangi. Frekari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu fyrir utan það að mikil hálka er í bænum, og segir varðstjóri að um sex árekstrar hafi verið tilkynntir í bænum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert