Ísland í fjórða sæti yfir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar

Ferðamenn fylgjast með Strokk gjósa
Ferðamenn fylgjast með Strokk gjósa mbl.is/Rax

Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi er í fjórða sæti af 124 þjóðlöndum samkvæmt könnun Alþjóðlegu efnahagstofnunarinnar (WEF). Ísland er eina af Norðurlöndunum sem er meðal tíu efstu sætum listans. Í fyrsta sæti listans er Sviss, Austurríki er í öðru sæti listans og Þýskaland er í því þriðja.

Iðntæknistofnun er samstarfsaðili Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (World Economic Forum.)

Alþjóðlega efnahagsstofnunin reiknar svonefnda Samkeppnisvísitölu ferðaþjónustunnar fyrir hvert land.

Frá árinu 1979 hefur Alþjóðlega efnahagsstofnunin rannsakað samkeppnishæfni landa. Markmið skýrslu um samkeppnishæfni ferðaþjónustu (e. The Travel & Tourism Competitiveness Report) að rannsaka þá þætti og þá stefnumótun sem eru drífandi afl í samkeppnishæfni ferðaþjónustu þjóða um heim allan.

. Markmið samkeppnisvísitölu ferðaþjónustunnar (TTCI), er að mæla þá þætti og stefnumótun sem gera þróun ferðaþjónustunnar að álitlegum kosti í mismunandi löndum. TTCI-vísitalan er samsett úr ýmsum „stoðum“ samkeppnishæfni í ferðaþjónustu, og eru þær alls 13. Þessar stoðir eru:

1. Stefnumótandi reglur og reglugerðir
2. Umhverfisreglugerðir
3. Öryggi
4. Heilbrigði og hreinlæti
5. Forgangsröðun ferðaþjónustu
6. Skipulag loftsamgangna
7. Skipulag samgangna á jörðu niðri
8. Skipulag ferðamennsku
9. Skipulag upplýsinga- og fjarskiptatækni
10. Verðsamkeppnishæfni í ferðamálaiðnaðinum
11. Mannauður
12. Sýn þjóðarinnar á ferðamennsku
13. Náttúruleg og menningarleg verðmæti

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert