Úrslit ráðast á Íslandsmóti skákfélaga núna um helgina en rúmlega 400 skákáhugamenn verða á mótinu á öllum aldri og frá öllum landshornum. Keppt er í fjórum deildum og er elsti keppandinn 85 ára en sá yngsti 7 ára.
Í tilkynningu kemur fram að sterkustu stórmeistarar landsins sem og erlendir stórmeistarar leiða saman hesta sína í 1. deild þar sem barist er um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrri hluti mótsins var haldinn í október sl. en samkvæmt venju ráðast úrslit mótsins nú fyrstu helgina í mars.