Söluskáli KHB lækkaði ekki verð í morgun

Í ljós kom í hádeginu að verð hafði ekki lækkað á neinum matvælum í grillskála Söluskála KHB á Egilsstöðum þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts. Þetta kemur fram á fréttavefnum austurlandid.is Þegar kassakvittanir fyrir máltíð í gær og í dag eru bornar saman kemur í ljós að Kaupfélag Héraðsbúa hefur lækkað hlutfall virðisaukaskatts skv. lagabreytingu niður í 7% en haldið verði óbreyttu söluvöru sinni. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurlandið.is.

„Því er ekki hægt að álíta annað en að Kaupfélag Héraðsbúa taki þá peninga neytenda sem átti að skila sér í lækkuðu vöruverði og stingi þeim í sinn eigin vasa.

Kaupfélag Héraðsbúa virðist því hafa notað tækifærið og hækkað álagningu sína í Söluskála KHB á athyglisverðum tímapunkti.

Skorað er á neytendur á Austurlandi að fylgjast vel með því að fyrirtæki fjórðungsins slái ekki eign sinni á þá peninga sem ætlaðir eru til hagsbóta fyrir neytendur. Fréttaskot um verðhækkanir er hægt að senda á austurlandid@austurlandid.is," að því er segir á austurlandid.is

Frétttavefurinn Austurlandið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka