Treysti því að kaupmenn lækki verðið

Verð á matvöru á að lækka í dag
Verð á matvöru á að lækka í dag Ásdís Ásgeirsdóttir
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur

elva@mbl.is

ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráðherra segist hafa trú á því að kaupmenn hafi metnað til þess að láta lækkanir, sem í dag verða á virðisaukaskatti á matvælum, skila sér til neytenda. "Ég byggi það á fyrri reynslu. Þegar við höfum gert svona hluti þá hefur það gengið eftir," segir Árni.

Auk lækkunar virðisaukaskatts hafa vörugjöld af matvælum verið felld niður, en væntanlega mun nokkur tími líða þar til sú lækkun skilar sér að fullu til neytenda þar sem innflytjendur eiga sumir hverjir vörur á lager sem þegar hafa verið greidd gjöld af.

Fjármálaráðherra segir að nái lækkanir ekki að festa sig í sessi sé það til marks um að samkeppni sé ekki nægjanleg. "Þá er það auðvitað hlutverk stjórnvalda að gera það sem þau geta gert til þess að auka samkeppnina. En auðvitað eru það bæði kaupendur og seljendur sem eru á þessum markaði," segir Árni. Kaupendur þurfi að taka þátt í því að mynda aðhald á markaðnum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert