Andlát: Pétur Þórarinsson

Pétur Þórarinsson
Pétur Þórarinsson

Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, lést á Landspítalanum í gær, 1. mars. Pétur fæddist á Akureyri 23. júní 1951, sonur hjónanna Elínar Jónsdóttur og Þórarins S. Halldórssonar. Systkini hans eru Aníta, Jón Helgi og Erna.

Pétur varð stúdent frá MA 1971 og cand. theol. frá HÍ 1976. Pétur vígðist prestur 3. október 1976 og var sóknarprestur í Hálsprestakalli frá 1976 til 1982, í Möðruvallaprestakalli frá 1982 til 1989, í Glerárprestakalli frá 1989 til 1991 og í Laufásprestakalli frá 1991. Pétur var prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi 1999 til 2006 og sat á kirkjuþingi 1998 til 2002.

Pétur starfaði mikið að æskulýðsmálum innan kirkjunnar sem og að málefnum ungmennahreyfingarinnar og gegndi trúnaðarstörfum fyrir sauðfjárbændur. Árið 1996 kom út bókin Lífskraftur, baráttusaga séra Péturs og Ingu í Laufási, þar sem m.a. er fjallað um langa sjúkdómssögu Péturs, sorgir og sigra, en hann greindist með sykursýki á háu stigi níu ára gamall.

Pétur kvæntist 15. júní 1971 Ingibjörgu Svöfu Siglaugsdóttur hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru Þórarinn Ingi, kona hans er Hólmfríður Björnsdóttir, Jón Helgi, kona hans er Íris Þorsteinsdóttir, og Heiða Björk, sambýlismaður hennar er Björn Magnús Árnason.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert