Skilja vegna netfíknar

Dæmi eru um að tölvufíkn hafi leitt til hjónaskilnaða
Dæmi eru um að tölvufíkn hafi leitt til hjónaskilnaða mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Eftir Silju Björk Huldudóttur

silja@mbl.is

NETFÍKN er sífellt að verða algengara vandamál í nútímasamfélaginu og greinist hún meðal allra aldurshópa af báðum kynjum, þó að flestir séu 30 ára og yngri. Tölur benda til þess að 12,5% þeirra sem nota Netið eigi á hættu að ánetjast.

Að mati Eyjólfs Arnar Jónssonar, sálfræðings, er nauðsynlegt að bjóða upp á meðferðarúrræði í formi afvötnunarstöðva fyrir netfíkla til þess að bregðast við vandanum í tíma.

Aðspurður segir Eyjólfur að þótt karlkyns netfíklar noti Netið fyrst og fremst til þess að skoða klám og ofbeldisefni, þá gleymi konur sér yfir spjallvefjum og síðum á borð við Barnalandið. Segir hann ástandið jafnvel geta orðið svo slæmt að þær séu svo uppteknar af börnum annarra á Netinu, að þær gleymi að sækja eigin börn á leikskóla. Bendir hann á að Netið veiti fólki þannig útrás fyrir tilfinningar sem það myndi annars fá í raunverulegum samskiptum við annað fólk. Segir hann dæmi um, að netfíkn hafi leitt til hjónaskilnaða. Að sögn Eyjólfs sér hann sífellt fleiri dæmi netfíknar hjá fullorðnu fólki og segist tengja það við hlutverkatölvuleiki í beinni á Netinu.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert