Snjóflóð lokar veginum um Hvalnesskriður í augnablikinu. Það eru hálkublettir víða á Suðurlandi en á Vesturlandi eru vegir auðir nema á heiðum þar sem er lítilsháttar hálka. Á Vestfjörðum er víða skafrenningur og einhver hálka. Ófært er um Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall.
Á Norðurlandi vestra er góð vetrarfærð en á Norðaustur- og Austurlandi er víða hríðarveður og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra og eins í Álftafirði - en ófært yfir Öxi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.