Stúdentar fagna tillögu um lækkun fargjalda Strætó

Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands fagnar tillögu borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar um að lækka fargjaldið í strætó tímabundið í 100 kr. fyrir alla farþega í tilraunaskyni. Hvetur stjórn SHÍ aðra stjórnmálaflokka í borgarráði til að taka vel í tillöguna og skoða það jafnframt að lækka gjaldskrá til frambúðar eða að hætta allri gjaldtöku fyrir notkun strætisvagna.

„Stúdentaráð hefur lengi barist fyrir betri kjörum á almenningssamgöngum og hefur ítrekað lagt fram tillögur um lækkun á fargjöldum fyrir stúdenta eða að frítt eigi að vera í strætó. Tillögur þess efnis voru kynntar fyrir öllum stjórnmálaflokkunum í borginni fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og vert er að benda á að Framsóknarflokkurinn, sem nú er í meirihluta í borgarstjórn, hafði á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að hætta gjaldtöku fyrir notkun strætisvagna.

Aukin notkun almenningssamgangna spornar gegn svifryksmengun og útblæstri koltvíoxíðs auk þess að minnka umferð á götum borgarinnar. Því verður að bjóða upp á strætisvagna sem raunverulegan valkost við einkabílinn, sérstaklega fyrir námsmenn, sem hafa ekki mikið fé milli handanna," að því er segir í ályktun frá stjórn SHÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert